Kæru viðskiptavinir
Fyrir næstum 10 árum opnuðum við kreppugler.is vegna þess að okkur ofbauð verð á gleraugum hér á landi. Nú er svo komið að það hefur hægt verulega á sölu gleraugna hjá okkur, aðallega vegna þess að fólk er ekki lengur feimið við að panta gleraugu að utan og gerir það frekar en áður. Það er auðvitað frábært, því gleraugnaverslanir hér heima hafa ekki enn séð að sér og selja enn gleraugu á það sem manni þykja í flestum tilfellum himinhá verð.
En nú er svo komið að við ætlum að hætta að taka við pöntunum á kreppugler.is. Við erum ótrúlega stolt af kreppugler.is og þakklát fyrir alla viðskiptavinina okkar sem hafa treyst okkur fyrir sjóninni sinni.
Við þökkum fyrir viðskiptin í gegnum tíðina.
Ath að þær pantanir sem eru enn óafgreiddar verða afgreiddar og þið fáið gleraugun ykkar. Síðan verður uppi eitthvað áfram, fyrir þá sem vilja fletta upp gömlum pöntunum eða eitthvað slíkt.
Algengar spurningar og svör
- Hvers vegna getið þið boðið svona góð verð?
- Vegna þess að við pöntum beint frá framleiðanda í Kína, án allra milliliða. Við erum ekki með verslun, heldur erum bara á netinu og getum þannig haldið öllum rekstrarkostnaði í lágmarki.
- Eru þetta ekki bara einhver drasl gleraugu/gler?
- Nei, þvert á móti eru þetta sérstaklega sterk og endingargóð gleraugu. Glerin okkar eru einnig með
þeim betri sem finnst, en lágmarks gæði á gleri hjá okkur er 1.57 index, sem er töluvert betra en
1.49 index gler sem eru algeng. Index talan er merki um tærleika og þykkt glersins, og því hærri sem
indexinn er eru glerin tærari og brengla sjónina minna.
Aðal ástæðan fyrir því að gleraugun okkar eru svona ódýr en samt sterkbyggð er að við seljum ekki merkjavöru. Þú finnur engin Armani eða Ray ban gleraugu í verslun okkar, heldur er þetta allt hönnun og framleiðsla heildsalans okkar. - Hvernig panta ég gleraugu?
- Fyrsta skrefið er að finna sér umgjörð sem þú telur að henti þér.
- Þegar umgjörð hefur verið valin þarftu að fylla út pöntunarformið sem er á síðunni með umgjörðinni þinni.
- Þar geturðu valið t.d. lit á umgjörð, fjölda, lit á glerjum og tegund glerja. Mikilvægast er þó að þú vandir þig sérstaklega vel við að fylla út receptið þitt, sem þú hefur fengið frá augnlækni eða öðrum sérfræðingi sem getur mælt sjón. Þessar upplýsingar þurfa að vera 100% réttar og við getum ekki endurgreitt eða breytt eftir að pöntun hefur verið send í vinnslu.
- Eftir að allar upplýsingar hafa verið fylltar út bætir þú gleraugunum í körfuna.
- Þá er möguleiki á að bæta fleiri tegundum af gleraugum í körfuna ef ætlunin er að panta fleiri en ein gleraugu
- Að því loknu ferð þú í innkaupakörfuna, og gefur upp upplýsingar um email, heimilisfang og síma hjá þér.
- Pöntunin er svo staðfest með því að borga fyrir gleraugun í heimabanka. Pöntunin er ekki orðin gild og fer ekki í framleiðslu fyrr en gleraugun hafa verið greidd að fullu.
- Hvað er langt þangað til að ég fæ gleraugun í hendurnar frá því að ég legg inn pöntun?
- Ástæða hagstæðs verðs hjá okkur er að við erum ekki með nein gleraugu á lager. Þau eru öll smíðuð eftir pöntun í Kína og þessvegna geta liðið 4-6 vikur þangað til að gleraugu berast þér. Algengast er þó að gleraugun berist viðskiptavinum á um 3 vikum.
- Get ég mátað umgjarðir áður en ég panta?
- Því miður eigum við engan lager af gleraugum og þessvegna er ekki hægt að máta umgjarðir. Þessvegna mælum við með því að þú mælir gleraugun sem þú átt fyrir, eða gleraugu sem passa vel á þig og kaupir gleraugu sem eru með sambærileg mál. Mikilvægasta mælieiningin að okkar mati til að gleraugun passi vel er breidd umgjarðar. Þú getur leitað eftir stærðum með ítarlegri leit.
- Hvað er sendingarkostnaðurinn hár?
-
Sendingarkostnaður er 1000kr hvert á land sem er, óháð fjölda gleraugna sem þú pantar. Innifalið í því er heimkeyrsla
alveg upp að dyrum hjá þér á þeim svæðum sem pósturinn styður það. Ef þú ert ekki heima þegar pósturinn kemur með
gleraugun þá er skilinn eftir miði heima hjá þér og þú getur sótt þau á pósthúsið þitt.
Einusinni var sendingarkostnaðurinn innifalinn í verðinu á gleraugum, en okkur fannst ósanngjarnt að þeir sem kaupa mörg gleraugu í einu þurfi að borga sendingarkostnað fyrir hver gleraugu. Þessvegna ákváðum við að lækka verðin sem nemur sendingarkostnaðinum og bæta honum við eftirá. - Receptið mitt inniheldur ekki fjarlægð á milli augasteina (PD). Hvað get ég gert?
- Það er hægt að mæla fjarlægð á milli augasteina nógu nákvæmt með því t.d. að taka mynd af viðkomandi að horfa beint áfram með reglustiku fyrir neðan augun og lesa fjarlægðina milli augasteina af myndinni. Athugaðu að fjarlægðin er í millimetrum og mælist frá miðju augasteinanna. Passaðu að myndavélin sé nokkra metra frá þér, því ef hún er nálægt þá getur maður virkað rangeygður og fjarlægðin mælist styttri en hún er í raun. Ef þú treystir þér ekki í slíkar kúnstir þá getur augnlæknirinn þinn mælt þetta fyrir þig. Það kostar aðeins 3-5 þús að fara til augnlæknis í mælingu og við mælum sterklega með því ef þú hefur ekki látið mæla þig í langan tíma.
- Barnið mitt notar gleraugu. Get ég fengið endurgreiðslu frá ríkinu ef ég kaupi gleraugu hjá ykkur?
- Já. Það sem þú þarft að gera er að fá umsókn hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga,
fylla hana út og senda ásamt reikningi fyrir gleraugunum til þeirra.
Meiri upplýsingar um endurgreiðslur má finna hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð. - Af hverju eru hlutar síðunnar á ensku?
- Vegna gríðarlegs vörumagns (yfir 1200 mismunandi umgjarðir þegar þetta er skrifað) ákváðum við að eyða ekki tíma og peningum í að þýða lýsingarnar. Með því að sleppa því getum við boðið þér enn betra verð!
- Hvers vegna breytist verðið stundum þegar gleraugun eru komin í körfuna?
- Vegna þess að sumir aukahlutir, svosem litur á glerjum, glampavörn og extra sterk gler kosta aukalega. Verðin á undirflokkum sýna verð á gleraugum, með venjulegum, 1.57 index glerjum.
- Er ábyrgð á gleraugunum sem ég kaupi hjá ykkur?
- Já, við bjóðum upp á fulla ábyrgð á öllum göllum sem eru ekki tilkomnir vegna illrar meðhöndlunar. Vegna þess að við eigum engin gleraugu á lager getur tekið nokkrar vikur að fá gölluðum gleraugum skipt út. Útskiptingin er þó að öllu leyti endurgjaldslaus.
- Hvað eru ljósnæm gler?
- Ljósnæm gler eru gler sem dekkjast eftir því sem birta eykst. Þau geta mest orðið um 70% dökk, en minnst 0%, þegar birta er lítil.
- Af hverju takið þið ekki á móti greiðslukortagreiðlum?
- Einfaldlega vegna þess að það kostar of mikið að taka við þeim. Ef versluninni verður vel tekið og fólk biður mikið um að greiða með greiðslukortum er þó aldrei að vita nema við bjóðum upp á það.
- Hver rekur kreppugler.is?
- Rekstraraðili er Hlekkir sf., kt 580906-0600
- Hvað með sjónskekkju?
- Við getum afgreitt gler sem leiðrétta sjónskekkju. Það kostar ekkert aukalega nema CYL gildin séu yfir +/-2.
- Ég er búin(n) að senda inn pöntun en er hætt(ur) við hana og vil búa til nýja. Getið þið eytt henni fyrir mig?
- Það er ekki hægt að eyða pöntun en hafðu engar áhyggjur, hún þvælist ekkert fyrir og þú getur gert eins margar pantanir og þig lystir.
- Er hægt að kaupa bara gler hjá ykkur? Til dæmis í umgjörð sem ég á fyrir?
- Því miður getum við bara selt gler í umgjörðum. Það eru þó allar líkur á því að þú getir sparað þér umtalsvert á að kaupa umgjörð og gler hjá okkur miðað við bara gler annarsstaðar.
- Úr hverju eru glerin ykkar?
- Öll gler eru úr plastblöndum sem eru sterkari og léttari en gler. Ef þú vilt gler sem eru sérstaklega sterk gagnvart rispum þá erum við með svokölluð trivex gler fyrir það.
- Er nikkel í einhverjum umgjörðum hjá ykkur?
- Allar umgjarðirnar okkar eru án nikkels og annarra ofnæmisvalda.
- Hvernig stilli ég gleraugun?
- Það er ekkert mál að stilla gleraugu sjálf(ur). Hér eru leiðbeiningar
Spurningar um einstaka valmöguleika pöntunarsíðunnar
- Litur
- Með þessum lista getur þú valið lit umgjarðarinnar. Sumar umgjarðir er hægt að velja um fleiri liti en aðrar. Allir litir eru jafnir og kosta það sama.
- Glampavörn
- Þessi valmöguleiki býður þér upp á að velja hvort þú viljir að glerin séu húðuð með efni sem minnkar glampa og endurspeglun af glerjunum til muna. Við mælum tvímælalaust með þessum valmöguleika, nema þá helst ekki á gleraugu sem eru eingöngu notuð innandyra. Við rukkum lágmarks gjald ef þú vilt þennan valmöguleika á gleraugunum þínum. Nánari upplýsingar í verðskránni.
- Hvað eru ljósnæm gler?
- Ljósnæm gler eru gler sem dökkna í UV geislum (til dæmis í sólarljósi) en eru tær annars, til dæmis innandyra. Ljósnæmu glerin okkar verða grá þegar þau dökkna og verða í mestri birtu um 70% dökk.
- Lituð gler
- Með því að velja lit í glerin er hægt að minnka aðeins magnið af ljósi sem kemur að augunum. Til samanburðar eru sólgleraugu venjulega 80% - Þau skima um 80% af birtu í burtu áður en hún nær til augnanna. Þessi valmöguleiki er tilvalinn ef fólk vill sólgleraugu með styrk. Við rukkum lágmarks gjald ef þú vilt fá gleraugun dekkt. Nánari upplýsingar um verð má finna í verðskránni.
- Smellt 80% sólgler
- Þessi valmöguleiki er hve mörg sólgler þú vilt fá með gleraugunum þínum. Sólglerin eru ýmist smellt á með gjörðum eða segli, eftir umgjörð. Þessi valmöguleiki kostar aukalega. Til þess að fá upplýsingar um verð, sjá verðskrá.
- Hægra auga/Vinstra auga
- Þessi gildi færð þú hjá augnlækninum þínum og segja til um styrk glerjanna. Það er mjög mikilvægt að þessi gildi séu slegin rétt inn. Við getum ekki endurgreitt eða boðið upp á ný gleraugu ef þú slærð þau rangt inn.
- Fjarlægð milli augasteina
- Þessi eining segir til um hve langt er á milli augasteinana hjá þér. Þessa tölu er oft ekki að finna á receptinu hjá fólki, en augnlæknar mæla hana oftast án endurgjalds ef þess er óskað. Einnig er hægt að nota ráðið sem er hér að ofan til að mæla fjarlægðina sjálf(ur). Stundum er PD gefin upp í 2 tölum og þá eru þær lagðar saman til að fá PD. Einnig er PD stundum gefið upp í einni lágri tölu (t.d. 30) og þá þarf að margfalda hana með 2 til þess að fá rétta tölu. Fullorðið fólk er oftast með PD á milli 55 og 70mm.
- Tegund glers
- Venjuleg, 1.57 index gler eru innifalin í verðinu á umgjörðunum. Ef þú vilt tvískipt eða gler sem breytast/dekkjast eftir birtu þá kostar það aukalega. Þau verð má sjá í verðskránni. Einnig er hægt að fá extra þunn gler með því að velja 1.61 (þunn) eða 1.67 (þynnri) index gler.
- Hvenær á ég að velja gler með hærri index?
- Við mælum með 1.61 index glerjum þegar SPH mæling er komin yfir +/- 3.5 og 1.67 index glerjum þegar SPH er yfir +/- 6.0. 1.61 index gler eru um það bil 20% þynnri og léttari en venjulegu 1.57 index glerin okkar og 1.67 um það bil 20% þynnri en 1.61 index gler. 1.74 index glerin eru svo allra þynnst, en þau er aðeins hægt að afgreiða fyrir nærsýni (SPH tölur í mínus).
Margskipt gleraugu
- Hvað eru margskipt gler?
- Margskipt gler eru gler sem eru einnig stundum kölluð þrískipt eða fljótandi. Þau eru þannig byggð að efst á glerjunum er fókuspunkturinn hafður langt frá, til að sjá langt frá sér, en svo eftir því sem maður horfir neðar í gegnum glerið færist fókuspunkturinn nær þar til neðst á glerinu er hann orðinn hentugur t.d. til lestrar. Glerin eru án allra lína og líta fljótt á litið út eins og venjuleg fjarlægðar eða lestrargler. Athugið að við bjóðum einnig upp á tvískipt gler, en þau eru með sérstakt svæði til lestrar sem sést greinilega.
- Get ég fengið hvaða recept sem er afgreitt í margskiptum gleraugum
- Öll algengustu recept getum við afgreitt án vandræða í margskiptum glerjum. Hinsvegar ef styrkurinn er orðinn meiri en +6.5 eða -10.00 getum við því miður ekki afgreitt margskipt gleraugu. Annar kostur í þannig tilfellum væri að panta sitthvor gleraugun, ein til lestrar og önnur til að ganga með.
- Hvað er add talan á vottorðinu mínu
- Add talan segir til um mismuninn á milli fjarlægðar og lestrarstyrkleika. Til dæmis ef þú ert með SPH -3.00 á báðum augum í fjarlægðarsjón, og add +2.00 þá tekur maður add töluna og leggur við fjarlægðar SPH tölurnar og fær út lestrarsjón -1.00. CYL og AXIS eru svo sama og í fjarlægðarsjón. Með þessu móti má gera lesgleraugu úr vottorði sem er fyrir margskiptum glerjum.
- Hver er munurinn á margskiptum og tvískiptum glerjum?
- Margskipt gler eru gler sem eru með göngustyrk í efstu 40% af glerjunum og færist svo í lesstyrk eftir því sem er horft neðar í gegnum glerið. Tvískipt eru hinsvegar aðallega með göngustyrk, en svo er greinilegt svæði sem er gert fyrir lesstyrk. (Sjá mynd)