Umgjarðir - Flokkar

Verð EfniRammiLitur

Kæru viðskiptavinir

Fyrir næstum 10 árum opnuðum við kreppugler.is vegna þess að okkur ofbauð verð á gleraugum hér á landi. Nú er svo komið að það hefur hægt verulega á sölu gleraugna hjá okkur, aðallega vegna þess að fólk er ekki lengur feimið við að panta gleraugu að utan og gerir það frekar en áður. Það er auðvitað frábært, því gleraugnaverslanir hér heima hafa ekki enn séð að sér og selja enn gleraugu á það sem manni þykja í flestum tilfellum himinhá verð.

En nú er svo komið að við ætlum að hætta að taka við pöntunum á kreppugler.is. Við erum ótrúlega stolt af kreppugler.is og þakklát fyrir alla viðskiptavinina okkar sem hafa treyst okkur fyrir sjóninni sinni.

Við þökkum fyrir viðskiptin í gegnum tíðina.

Ath að þær pantanir sem eru enn óafgreiddar verða afgreiddar og þið fáið gleraugun ykkar. Síðan verður uppi eitthvað áfram, fyrir þá sem vilja fletta upp gömlum pöntunum eða eitthvað slíkt.

Verðskrá

Þessi verð bætast ofan á þau verð sem eru birt á síðunni ef þú kýst að bæta viðkomandi hlut á gleraugun þín.
Við kusum að hafa þessi verð ekki innifalin í verði gleraugna vegna þess að meirihluti þarf ekki þessa aukahluti og það myndi þess vegna hækka verðið á gleraugum óþarflega.
Hlutur Verð
Aukahlutir
Smellt 80% sólgler1.802 kr/stk
Glampavörn1.802 kr.-
UV vörn0 kr.-
Rispuvörn0 kr.-
Litur á gler1.802 kr.-
Gleraugnabox og hreinsiklútur0 kr.-
Extra sterk gler *3.276 kr.-
Venjuleg gler
1.57 index gler (venjuleg þykkt)0 kr.-
1.59 index polycarbonate gler3.276 kr .-
1.61 index gler (þynnri)7.279 kr.-
1.67 index gler (enn þynnri)12.738 kr.-
1.74 index gler (extra þunn)28.752 kr.-
Ljósnæm 1.57 index gler (grá/brún)14.194 kr.-
Ljósnæm (transitions) gler - 1.50 index25.113 kr.-
Ljósnæm (transitions) gler - 1.61 index50.589 kr.-
Ljósnæm (transitions) gler - 1.67 index61.508 kr.-
1.50 index polarizeruð gler (brún/grá)12.007 kr.-
Margskipt gler, án línu (Progressive)
1.57 index10.555 kr.-
1.59 index, úr polycarbonate (PC)14.194 kr.-
1.61 index20.017 kr.-
1.67 index26.568 kr.-
Ljósnæm 1.57 index21.473 kr.-
Ljósnæm (transitions) - 1.61 index57.868 kr.-
Ljósnæm (transitions) - 1.67 index68.787 kr.-
1.50 index polarizeruð (brún/grá)21.105 kr.-
Tvískipt gler
Tvískipt gler, með línu6.187 kr.-

* Extra sterk gler er þegar SPH styrkleikinn á öðru hvoru glerinu fer yfir -8 eða +6, eða sjónskekkja (CYL) yfir -2 eða +2

Hærri index = þynnri gler. Sjá nánar í spurningar og svör um hvenær á að velja hærri index.
Polarizeruð gler eru gler sem henta t.d. í veiðiskap, en þau minnka endurkast af flötum, eins og t.d. vatni.