Umgjarðir - Flokkar

Verð EfniRammiLitur

Kæru viðskiptavinir

Fyrir næstum 10 árum opnuðum við kreppugler.is vegna þess að okkur ofbauð verð á gleraugum hér á landi. Nú er svo komið að það hefur hægt verulega á sölu gleraugna hjá okkur, aðallega vegna þess að fólk er ekki lengur feimið við að panta gleraugu að utan og gerir það frekar en áður. Það er auðvitað frábært, því gleraugnaverslanir hér heima hafa ekki enn séð að sér og selja enn gleraugu á það sem manni þykja í flestum tilfellum himinhá verð.

En nú er svo komið að við ætlum að hætta að taka við pöntunum á kreppugler.is. Við erum ótrúlega stolt af kreppugler.is og þakklát fyrir alla viðskiptavinina okkar sem hafa treyst okkur fyrir sjóninni sinni.

Við þökkum fyrir viðskiptin í gegnum tíðina.

Ath að þær pantanir sem eru enn óafgreiddar verða afgreiddar og þið fáið gleraugun ykkar. Síðan verður uppi eitthvað áfram, fyrir þá sem vilja fletta upp gömlum pöntunum eða eitthvað slíkt.

Gleraugu á besta verði á Íslandi!

Kreppugler.is er Íslensk netverslun sem selur gleraugu sérsmíðuð eftir receptinu þínu. Kreppugler.is var stofnuð sumarið 2009 og hefur síðan selt þúsundum íslendinga gæða gleraugu. Þótt gleraugun séu ódýr þá eru gæðin mikil - sambærileg þeim sem þú finnur í gleraugnaverslunum!
Öll verð á síðunni okkar innifela gler ásamt öllum gjöldum og sköttum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega skoðaðu algengar spurningar og svör eða sendu okkur póst.

Verðdæmi

Gerið verðsamanburð!

Einföld umgjörð úr sterkri málmblöndu sem er til í 6 mismunandi litum og kostar aðeins 3.263kr.- með glerjum sem leiðrétta nærsýni, fjærsýni og sjónskekkju samkvæmt þínu recepti.
Sjá fleiri umgjarðir á 3.200 kr.-

Umgjörð úr 100% titanium. Hægt að velja úr fjölda mismunandi glerlaga. Verð aðeins 11.282 kr.-
Sjá fleiri titanium umgjarðir

Mjög vinsæl umgjörð úr plastblöndu í Buddy Holly stíl. Verð aðeins 4.505 kr.-
Sjá fleiri umgjarðir á 4.500 kr.-

Sérstaklega sterk umgjörð úr minnis-titanium efni sem er hægt að beygja til og frá. Kostar aðeins 6.024 kr.- með glerjum sem leiðrétta nærsýni, fjærsýni og sjónskekkju samkvæmt recepti barnsins þíns.
Sjá fleiri umgjarðir í barnastærðum

Vönduð klassísk gleraugu sem henta vel fyrir margskipt gler. Verð 3.263 kr.-
Sjá fleiri umgjarðir þar sem smellt sólgler fylgja
Inniföldu glerin geta leiðrétt nærsýni, fjærsýni og sjónskekkju. Einnig getum við afgreitt margskipt, lituð eða gler sem dökkna í mikilli birtu (ljósnæm), þá kostar það aukalega skv verðskrá. Við erum með um 1200 mismunandi umgjarðir sem má raða saman í yfir 3500 litasamsetningar. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hvernig kaupi ég gleraugu?

  1. Þú velur þér umgjörð úr flokkunum hér að ofan
  2. Þú smellir á "Velja gler / Panta" og slærð inn upplýsingar um gleraugnareceptið þitt o.fl.
  3. Þú setur gleraugun í innkaupakörfuna þína
  4. Þú getur farið í skref 1 aftur og valið fleiri gleraugu, eða farið í næsta skref til þess að klára pöntunina
  5. Þú ferð vandlega yfir allar upplýsingar um gleraugun sem þú valdir þér og passar sérstaklega upp á að receptið sé villufrítt
  6. Þú smellir á "Staðfesta pöntun" hnappinn neðst á síðunni
  7. Þú slærð inn upplýsingar um heimilisfang, tölvupóstfang o.fl. og á staðfesta pöntun
  8. Þú ferð eftir upplýsingunum á lokasíðunni og greiðir fyrir gleraugun

Hver rekur kreppugler.is?

Rekstraraðili kreppugler.is er Hlekkir sf, kt. 580906-0600. Kreppugler.is var stofnuð sumarið 2008.