Umgjarðir - Flokkar

Verð EfniRammiLitur

Kæru viðskiptavinir

Fyrir næstum 10 árum opnuðum við kreppugler.is vegna þess að okkur ofbauð verð á gleraugum hér á landi. Nú er svo komið að það hefur hægt verulega á sölu gleraugna hjá okkur, aðallega vegna þess að fólk er ekki lengur feimið við að panta gleraugu að utan og gerir það frekar en áður. Það er auðvitað frábært, því gleraugnaverslanir hér heima hafa ekki enn séð að sér og selja enn gleraugu á það sem manni þykja í flestum tilfellum himinhá verð.

En nú er svo komið að við ætlum að hætta að taka við pöntunum á kreppugler.is. Við erum ótrúlega stolt af kreppugler.is og þakklát fyrir alla viðskiptavinina okkar sem hafa treyst okkur fyrir sjóninni sinni.

Við þökkum fyrir viðskiptin í gegnum tíðina.

Ath að þær pantanir sem eru enn óafgreiddar verða afgreiddar og þið fáið gleraugun ykkar. Síðan verður uppi eitthvað áfram, fyrir þá sem vilja fletta upp gömlum pöntunum eða eitthvað slíkt.

Sólgleraugu með styrk

Öll gleraugu hjá okkur er hægt að fá lituð fyrir 1.262 kr.- til að búa til sólgleraugu með styrk. Liturinn er fastur, en ef þú vilt gleraugu sem eru tær innandyra en dökkna í birtu, þá köllum við þau ljósnæm og þau er hægt að velja í "Tegund glerja" á pöntunarforminu.
10% litur á gleri er mjög lítill, rétt rúmlega sjáanlegur á meðan 80% er svipað dökkt og sólgleraugu eru oftast.

Það er hægt að fá eftirfarandi liti. Athugið að liturinn getur komið aðeins öðruvísi fram á tölvuskjám og er því aðeins til viðmiðunar!
 
10%
50%
80%
Grár      
Grænn      
Amber      
Blár      
Fjólublár      
Bleikur      
Gulur